Frostmark hefur valið Vigor

Rafn Yngvi Rafnsson hópstjóri hjá Applicon og Guðlaugur Þór Pálsson …
Rafn Yngvi Rafnsson hópstjóri hjá Applicon og Guðlaugur Þór Pálsson framkvæmdastjóri Frostmarks handsala samninginn um Vigor Viðskiptahugbúnað.

Frostmark hefur valið Vigor viðskiptahugbúnað frá Applicon. Hugbúnaðurinn er alfarið þróaður af starfsmönnum Applicon og meðal notenda hans eru flest veitufyrirtæki landsins, Faxaflóahafnir, Borgun, TM  o.fl.

Að sögn Guðlaugs Þórs Pálssonar, framkvæmdastjóra Frostmarks, var það fyrst og fremst verkbókhald með innbyggðu tilboðskerfi ásamt samþættingu þess við aðra hluta hugbúanaðarins sem réði ákvörðun um að ganga til samninga við Applicon.

Applicon, sem er dótturfyrirtæki Nýherja, sérhæfir sig í ráðgjöf, þjónustu og þróun lausna fyrir SAP, Vigor- og Microsofthugbúnað. Fyrirtækið hefur þróað fjölmargar lausir fyrir einstaka atvinnugreinar, s.s. sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki, málmiðnaðarfyrirtæki og á sviði launa- og mannauðslausna. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 50 manns.

Frostmark var stofnað árið 1996. Starfsemin byggist á hönnun, smíði og þjónustu kæli- og frystikerfa og fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins á þeim markaði með víðtæka reynslu jafnt innanlands sem erlendis. Frostmark hefur hlotið viðurkenningu, fyrir góðan rekstur, frá Creditinfo undanfarin fjögur ár.  Hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK