Yfirmenn hjá Tesco reknir

AFP

Verslunarrisinn Tesco hefur sagt upp fjórum yfirmönnum, m.a. framkvæmdastjóra keðjunnar í Bretlandi, eftir að í ljós kom að spá um hagnað fyrirtækisins var ofmetin um 250 milljónir punda, 49 milljarða króna, á hálfs árs tímabili.

Fyrirtækið hefur ákveðið að láta Deloitte rannsaka málið og hvaða áhrif það mun hafa á reksturinn. Málið hefur þegar valdið Tesco fjárhagstjóni en hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað um 12,5% í dag.

„Það er vægt til orða tekið að þetta séu vonbrigði,“ segir Dave Lewis, forstjóri Tesco í samtali við BBC. Hann tók við stöðunni þann 1. september. Hann segir málið grafalvarlegt.

Lewis segir að „nokkur fjöldi“ starfsmanna hafi verið látinn taka pokann sinn vegna málsins.

Frétt BBC um málið

Frétt Guardian um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK