Barclays bankinn greiðir háa sekt

Barclays
Barclays AFP

Breski bankinn Barclays var sektaður um 38 milljónir punda í dag fyrir að stefna fjármunum viðskiptamanna bankans í óþarfa hættu með því að halda þeim ekki nægilega aðskildum frá öðrum eignum auk þess sem skráningu var ábótavant.

Þetta er hæsta sekt sem breska fjármálaeftirlitið hefur gefið vegna brots af þessu tagi en að sögn voru verulegir veikleikar í kerfi Barclays frá nóvember 2007 til janúar 2012 og er talið að um 16,5 milljörðum punda í eigu viðskiptamanna þeirra hafi þar með verið stefnt í hættu.

Eftirlitsreglur hafa verið hertar eftir hrun Lehman bræðra árið 2008 en fjármálaeftirlitið sagði að með fyrirkomulaginu hjá Barclays hefðu viðskiptamenn átt á hættu á að tapa öllu fé sínu ef bankinn orðið gjaldþrota. Þá sagði að Barclays hefði ekki brugðist við þó nokkrum viðvörunum eftirlitsins. Öllum fyrirtækjum ætti að vera ljóst að engin afsökun er fyrir því að treysta ekki eigur viðskiptamanna, sagði fjármálaeftirlitið.

Í yfirlýsingu Barclays segir að bankinn hafi ekki notið ágóða af þáverandi fyrirkomulagi né heldur hafi einhver viðskiptavinur tapað peningum. Þá var sektargreiðslan lækkuð um þrjátíu prósent, eða úr 54 milljónum punda, vegna samstarfsvilja bankans í málinu. Í yfirlýsingunni segir einnig að endurbætur hafi verið gerðar á kerfi bankans þannig að það uppfylli kröfur eftirlitsaðila í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK