Hægt að kaupa í Jimmy Choo

Megan Fox í skóm frá Jimmy Choo.
Megan Fox í skóm frá Jimmy Choo. AFP

Stjórn fjárfestingafélagsins JAB Luxury, móðurfélags skóframleiðandans Jimmy Choo, hefur ákveðið að skrá 25% hlut í félaginu á markað. Jimmy Choo verður skráð í Kauphöllina í London í næsta mánuði. Ætlunin er að afla fjár til að auka umsvif fyrirtækisins á Asíumarkaði.

„Jimmy Choo er framúrskarandi fyrirtæki og eitt það sem vex hraðast á markaði með lúxusvörur,“ sagði Pierre Denis, framkvæmdastjóri hjá Jimmy Choo, í tilkynningu vegna skráningarinnar. „Ég er þess fullviss að framtíð þess er björt sem hlutafélag og orðspor þess og staða muni aðeins batna.“

JAB Luxury naut heldur betur góðs af Jimmy Choo í fyrr en þá seldust vörur fyrirtækisins fyrir 282 milljónir punda, jafnvirði 55,4 milljarða íslenskra króna. Sala á fyrri hluta þessa árs hefur ennfremur aukist um 9,4%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK