Hyggur á skuldabréfaútboð erlendis

Birna Einarsdóttir
Birna Einarsdóttir Ómar Óskarsson

Íslandsbanki hyggur á nýtt skuldabréfaútboð á erlendum markaði nú þegar áhugi fjárfesta er tekinn að aukast. Þetta sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í viðtali í London í dag.

Bloomberg fréttastofan greinir frá.

Hún sagði að Ísland væri að stefna í rétta átt og að eftirspurn væri meðal fjárfesta sem gerði umhverfið hagstætt fyrir nýtt útboð. Þá sagði hún ýmsa hvata vera til staðar sem verið væri að skoða en meðal annars verður litið til þess hvaða markaðir séu hagstæðastir og hvert næsta skref ætti að vera. 

Fyrsta er­lenda skulda­bréfa­út­boð bankans var í desember í fyrra að upp­hæð 500 millj­ón­ir sænskra króna eða sem nem­ur 9,1 millj­örðum ís­lenskra króna. Skulda­bréf­in bera 400 punkta ofan á sænska milli­banka­vexti (STI­BOR) og eru til fjög­urra ára. Alls tóku yfir 40 fjár­fest­ar frá Svíþjóð, Nor­egi og Finn­landi þátt í útboðinu en um­fram­eft­ir­spurn var eft­ir bréf­un­um. 

Þegar efnt var til fyrra útboðsins sagði Birna skulda­bréfa­út­gáfu vera skyn­sam­legt næsta skref fyr­ir Íslands­banka og framtíðarrekst­ur hans, þar sem lögð væri áhersla á að fjölga stoðum í fjár­mögn­un bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK