Segja laun forstjóra hafa hækkað um 4,8%

Samtök atvinnulífsins segir að tekjur forstjóra á síðasta ári hafi að jafnaði hækkað um 4,8% en ekki 13% eins og fram kom í tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem kom út í lok júlí sl. 

Fram kemur á vef SA, að í frétt sem birtist á vef útgáfufélagsins Heims í tengslum við útgáfu tekjublaðsins hafi verið fullyrt að verulegt launaskrið hefði átt sér stað árið 2013 meðal forstjóra.

Bent er á, að bornar hafi verið saman meðaltekjur 200 hæstu forstjóranna á mánuði hvort árið og sú niðurstaða fékkst að þau hefðu hækkað úr 2,3 milljónum í 2,6 milljónir, eða um 13%.

SA segir, að við þetta mat á launabreytingum hóps forstjóra sé ýmislegt að athuga því meðaltekjur þeirra forstjóra sem taldir séu upp í tekjublaðinu og voru í sömu störfum bæði árin hækkuðu um 4,8%.

„Hagstofa Íslands ber saman laun sömu einstaklinga í sömu störfum hjá sama fyrirtæki milli tveggja tímabila við mat á launabreytingum. Þegar launavísitölur hópa eru reiknaðar út er byggt á launahugtakinu regluleg laun, en það eru föst laun sem greidd eru við hverja launaútborgun. Ekki er byggt á greiðslum fyrir yfirvinnu eða öðrum óreglulegum greiðslum. Niðurstaða Hagstofunnar er að regluleg laun stjórnenda hafi að jafnaði hækkað um 5,4% milli áranna 2012 og 2013 samanborið við 6,1% meðalhækkun reglulegra launa í landinu. Regluleg laun forstjóra og aðalframkvæmdastjóra hafi verið 1.451 þús. kr. á mánuði og heildarlaun 1.629 þús.kr.,“ segir í tilkynningu SA.

Nánar hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK