Mikill áhugi á fyrstu kaupa lánum

„Viðtökurnar hafa verið frábærar. Útibúin okkar finna fyrir miklum áhuga enda hafa fyrirspurnir verið margar. Þá sjáum við mikla umferð um vefinn okkar og hefur t.a.m. smellihlutfall á auglýsingar á samfélagsmiðlum okkar sjaldan eða aldrei verið jafn hátt.“

Þetta segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, í samtali við mbl.is en bankinn hóf nýverið að bjóða upp á viðbótar íbúðarlán vegna kaupa á fyrstu fasteign og getur lánshlutfallið í heild verið allt að 90% af kaupverði. Greining bankans áður en lánin voru kynnt hafi sýnt að mikil þörf væri fyrir slík lán á markaðinum.

„Við höfum orðið vör við það hjá viðskiptavinum okkar að þeir eiga oft erfitt með að fjármagna útborgunina. Í mörgum tilvikum er greiðslugetan góð en það vantar upp á útborgunina. Með því að bjóða upp á þetta lán vorum við að taka ákveðin skref á í þá átt að auðvelda fólki að eignast sína fyrstu íbúð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK