PayPal verður aðskilið frá eBay

AFP

Bandaríski netrisinn eBay samþykki í dag að verða við kröfum hlutahafa fyrirtækisins um að færa rekstur greiðsluþjónustunnar PayPal í sérstakt fyrirtæki frá næstu áramótum. Núverandi hluthafar í eBay munu fá hlutabréf að sama skapi í nýju fyrirtæki í kringum PayPal.

Fram kemur í frétt AFP að breytingin muni auka verðmæti eBay til lengri tíma litið. Orðrómur um að til stæði að aðskilja rekstur PayPal frá eBay hefur verið í gangi frá því í lok sumars. Samkvæmt yfirlýsingu frá eBay varð það niðurstaðan eftir vandlega athugun á ýmsum kostum í stöðunni.

Stefnt er að því að breytingin yrði komin að fullu til framkvæmda á síðari helming næsta árs. 41% af tekjum eBay á síðasta ári komu í gegnum starfsemi PayPal. Notendur greiðsluþjónustunnar eru yfir 152 milljón talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK