Dollarinn ekki hærri í rúm sex ár

AFP

Bandaríkjadalur fór í fyrsta skipti sex ár yfir 110 jena markið á gjaldeyrismarkaði í Tókýó í morgun. Er þetta rakið til jákvæðra frétta úr bandarísku efnahagslífi og væntinga um að Seðlabanki Japans muni slaka enn frekar á peningastefnu bankans.

Gengi Bandaríkjadals fór í 110,09 jen í morgun og er það hæsta gildi hans frá því í ágúst 2008. Bandaríkjadalur hefur hækkað jafnt og þétt gagnvart jeni og evru undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK