Nasdaq OMX Iceland verður Nasdaq Iceland

Kauphallarfyrirtækið Nasdaq OMX Group sem á og rekur kauphöllina á Íslandi hefur ákveðið að breyta nafni kauphallarinnar hér í Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq.

„Síðustu 11 ár hefur Nasdaq fært sig frá því að vera hlutafélag í einkaeigu sem rak eina hlutabréfakauphöll í Bandaríkjunum yfir í það að verða fyrirtæki sem knýr áfram ein af hverjum tíu verðbréfaviðskiptum sem framkvæmd eru á heimsvísu,“ segir í tilkynningu.

Nasdaq á og rekur 24 kauphallir og 5 verðbréfaskráningar í Evrópu og Norður-Ameríku. Á Nasdaq eru yfir 3.400 fyrirtæki skráð að markaðsvirði meira en 8,5 milljarðar Bandaríkjadala. Tækni Nasdaq samstæðunnar er notuð á meira en 80 mörkuðum í 50 löndum. Samstæðan þjónar u.þ.b. 10.000 viðskiptavinum í yfir 60 löndum, sem nota þjónustu á sviði tækni, upplýsinga og greiningar.

Þessi umbreyting á starfsemi er aðalástæða þess að nýja vörumerkið Nasdaq er tekið upp fyrir samstæðuna  í heild sinni og Nasdaq Iceland fyrir Kauphöllina, segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK