Nýir fjárfestar til liðs við Ígló&Indí

Félag í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar hefur keypt hlut í íslenska barnafatafyrirtækinu Ígló&Indí.

Ígló&Indí er íslenskt barnafatafyrirtæki sem stofnað var í byrjun október 2008 en stofnandi og yfirhönnuður er Helga Ólafsdóttir og framkvæmdastjóri er Guðrún Tinna Ólafsdóttir.  Á skrifstofu Ígló&Indí starfa 8 manns og 13 manns í verslunum fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu.

Fyrirtækið hefur hannað og framleitt 13 barnafatalínur. Vörulínurnar innihalda hversdagsföt, spariföt og flísklæðnað fyrir börn á aldrinum 0-12 ára.

Ígló&Indí leggur áherslu á samfélagsábyrgð og vinnur með íslensku/suður-afrísku hjálparsamtökunum Enza empowering women að atvinnuskapandi verkefnum fyrir fátækar suður-afrískar konur með það að markmiði að gera þær fjárhagslega sjálfstæðar. 

Ígló&Indí hannar fylgihluti úr afgangsfatnaði sem konurnar gera svo í höndunum og eru að lokum seldir í eigin verslunum Ígló&Indí á Íslandi í formi fallegra nytjamuna.

Ígló&Indí rekur í dag eigin verslanir í Kringlunni, á Skólavörðustíg 4 og vefverslun www.igloandindi.com.  Til viðbótar eru fatnaður Ígló&Indí seldur í 13 öðrum verslunum um allt Ísland, meðal annars í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.

Hlutafjáraukningunni er ætlað að styrkja fyrirtækið í að auka vöruframboð fyrirtækisins til núverandi og nýrra viðskiptavina, ekki síst með útflutning í huga, en vörur fyrirtækisins eru nú þegar seldar í um 40 verslunum í 11 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK