Spennan er áhyggjuefni

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn

„Launahækkanir detta ekki af himnum ofan og það að kjarasamningar fari úr böndunum, tengist oft spennu á vinnumarkaði,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi um vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag. Hann sagði að spennu mætti þegar greina á vinnumarkaði og það væri áhyggjuefni við gerð kjarasamninga. „Það mun þó hjálpa að verðbólgan er orðin lág og verðbólguvæntingar hafa lækkað.“

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Vext­ir hafa nú verið óbreytt­ir allt frá því í nóv­em­ber 2012 og verða því óbreytt­ir í tvö ár hið minnsta þar sem næsti vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur er þann 5. nóv­em­ber næstkomandi.

Skýrari mynd við næstu ákvörðun

Már sagði að farið yrði betur yfir stöðuna við næstu vaxtaákvörðun þar sem óvissa ríki nú um túlkun haggagna vegna breyttra uppgjörsaðferða þjóðhagsreikninga. Það auki tímabundið vandann við mat á æskilegu taumhaldi peningastefnunnar. „Við erum að vinna í gegnum þetta óvissuský og reiknum með að myndin verði skýrari við næstu ákvörðun,“ sagði hann.

Hann segir helstu tíðindin vera að verðbólga mælist nú 1,8 prósent og hafi verið undir markmiði bankans í átta mánuði samfleytt. Þá væru horfur á minni verðbólgu næstu mánuði en spáð var í ágúst. „Þetta hefur meðal annars haft þau ánægjulegu tíðindi í för með sér að verðbólguvæntingar hafa lækkað og þar með talið langtímavæntingar,“ sagði Már. „Það er að nást mjög mikill árangur af framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi.“

Gjaldeyrisinnstreymi hefur verið mun sterkara en áður og hefur Seðlabankinn frá áramótum keypt galdeyri umfram það sem hann hefur selt, eða fyrir 86 milljarða króna, sem eru rúm 4,5% af vergri landsframleiðslu. Þessi gjaldeyrisviðskipti hafa gert það að verkum að þrátt fyrir innstreymi hefur gengi krónunnar haldist stöðugt. Að öðrum kosti hefði það hækkað verulega að sögn Más.

Vextir gætu hækkað

Aðspurður hvers vegna vextir væru ekki lækkaðir þegar horfur væru góðar benti hann á að horfur væru á umframeftirspurn í kerfinu og því þurfi að meta stöðuna í dag á móti stöðunni til lengri tíma. Már sagði að kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum og vaxandi spenna á vinnumarkaði gætu eftir sem áður leitt  til aukins veðbólguþrýstings og orðið til þess að nafnvextir Seðlabankans þyrftu að hækka.

Frétt mbl.is: Óbreyttir vextir í tvö ár

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK