Tekjur í Leifsstöð aukast um 60%

Horft á inngang að verslunum (hönnunardrög)
Horft á inngang að verslunum (hönnunardrög)
<span>Gert er ráð fyrir að tekjur af verslunarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni aukast um sextíu prósent með þeim breytingum sem gerðar verða á svæðinu. Aukin áhersla verður lögð á tengingu við Ísland og er breytingunum ætlað <span>auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum.</span></span>

Niðurstöður í v

<span>ali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli voru kynntar í dag. </span>

Kallað eftir íslenskum anda

<span>Valferlið var á ensku til þess að gefa erlendum aðilum einnig kost á að sækja um. Það var í þremur stigum og var á fyrsta stigi þess kallað eftir áætlunum og tilboðum. Samtals bárust 71 tillaga og komust þrjár af hverjum fjórum þeirra áfram á næsta stig. Annað stig skiptist annars vegar í tæknilegan hluta og fjárhagslegan. Í tæknilega hlutanum bar aðilum að skila inn hönnunaráætlun þar sem sérstaklega kallað eftir „íslenskum anda“. Um sextíu prósent þeirra sem skiluðu henni inn fóru yfir í fjárhagshliðina þar sem farið var yfir fjárhagsupplýsingar aðilanna og tilboð voru gerð. Eftir ítarlegt mat þar á urðu þrettán tillögur fyrir valinu sem gengið var til samningaviðræðna við.</span>

Tekjuaukning borgar framkvæmdir

„Við erum mjög ánægð með niðurstöðu valferlisins. Markmiðið var að auka arðsemi af verslun og þjónustu, opna markaðinn og stuðla að aukinni samkeppni með því að nota eins opið og gagnsætt ferli og kostur er til að velja rekstraraðila,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Hann segir framkvæmdirnar munu borga sig upp með tekjuaukningu á um tveimur og hálfu ári. „Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir flugfélögin og Ísland að nota tekjur sem myndast í flugstöðinni til framkvæmda og þannig komast hjá því að hækka gjöld sem myndu fara út í verðlag flugmiða,“ sagði hann við kynningu á niðurstöðum valsins í dag.

100% flæði gegnum fríhöfnina

Mælingar á því hvert farþegar fara að lokinni vopnaleit voru gerðar og var svæðið endurskipulagt út frá því. Vopnaleitarsvæðið verður stækkað til þess að auka flæðið þar í gegn þar sem raðir skapa neikvæða upplifun fyrir farþega. Eftir breytingarnar þurfa allir farþegar að ganga í gegnum Fríhafnarverslunina áður en komið er út í almenna verslunar- og þjónustusvæðið. „Þetta er mikilvægt til þess að hámarka tekjurnar. Fæstir eru búnir á ákveða að versla eitthvað þegar þeir mæta í fríhöfnina. Þetta er ekki eins og þegar þú mætir í verslunarmiðstöð með þann tilgang að versla,“ sagði Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, við kynninguna í dag. „Í dag geta menn farið fjórar leiðir eftir vopnaleitina og sýnileiki verslana er ekki það mikill,“ sagði hann.

<br/><br/>

Þá benti hann einnig á að mikilvægt væri að taka tillit til þess að samsetning flugvallargesta væri að breytast. Áður skiptust þeir til helminga í Íslendinga og erlenda ferðamenn en von er á að erlendir ferðamenn verði um 75% flugvallargesta í framtíðinni.

<br/><br/>

Fyrri frétt mbl:

<a href="/vidskipti/frettir/2014/10/01/miklar_breytingar_a_leifsstod/" target="_blank">Miklar breytingar á Leifsstöð</a>
Grunnmynd af svæðinu eins og það kemur til með að …
Grunnmynd af svæðinu eins og það kemur til með að líta út
mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK