DVD sömu leið og VHS?

Dregið hefur úr sölu DVD-diska samhliða vaxandi vinsældum þess að streyma kvikmyndum af netinu eða hlaða þeim niður með öðrum hætti. Japanski tæknirisinn Panasonics tilkynnti í dag að loka þyrfti DVD- og Blu-ray-diska verksmiðju þeirra í Slóvakíu vegna dvínandi sölu.

Verksmiðjunni, sem er í bænum <span>Krompachy í Slóvakíu, verður lokað um áramótin en þar vinna um 650 manns. Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði að sala á mynddiskum hefðu minnkað um helming á síðastliðnum fimm árum. Þetta á við um fleiri fyrirtæki en mörg stærstu tæknifyrirtækin hafa tilkynnt að dregið hafi verulega úr sölunni með komu Netflix og spjaldtölva.</span>

Um 250 starfsmönnum verksmiðjunnar verður boðin vinna í annarri verksmiðju Panasonic í borginni Pilsen í Tékklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK