Hefja skuldabréfakaup í mánuðinum

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu AFP

Seðlabanki Evr­ópu (ECB) hélt stýri­vöxtum bank­ans óbreyttum við vaxtákvörðun í morgun og standa þeir þannig áfram í 0,05% eftir að hafa verið lækkaðir í síðasta mánuði. Þá var einnig tilkynnt að áætlun ECB um skuldabréfakaup til tveggja ára verður hrint í framkvæmd um miðjan mánuðinn.

Er þetta skýrt merki um að stýrivextir ECB verði áfram lágir á næstu tveimur árum að sögn Frank Oland, hagfræðings hjá danska seðlabankanum. Þetta kemur fram hjá Borsen. Þá sagði hann líklegt að ECB færi út í frekari aðgerðir en skuldabréfakaupin og þá líklega kaup á ríkisskuldabréfum.

Tilkynnt var um áætlunina í síðasta mánuði þar sem fram kom að bank­inn myndi kaupa fjöl­breytt safn af ein­föld­um og gagn­sæj­um fjár­mála­gern­ing­um með trygg­ing­um í und­ir­liggj­andi eign­um, sem eru kröf­ur á hend­ur einka­fyr­ir­tækj­um á evru­svæðinu utan fjár­mála­geir­ans. Þetta mun ger­ast með kaupáætl­un fyr­ir sér­tryggða fjár­mála­gern­inga (ABS).

Hefur þetta þegar haft jákvæð áhrif og veiktist evran gegn Bandaríkjadal skömmu eftir tilkynninguna, sem bæði stuðlar að hagvexti og verðbólgu sem nú er ein­ung­is 0,3% og hefur verið und­ir verðbólgu­mark­miðum á und­an­förn­um mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK