Auglýsingar komnar í Snapchat

Snapchat tilkynnti í gær að nú um helgina myndu fyrstu auglýsingarnar fara að birtast notendum þessa vinsæla apps. Stjórnendur fyrirtækisins lofa því að auglýsingarnar verði ekki of „ágengar“.

Fyrstu auglýsingarnar áttu að birtast notendum Snapchat í Bandaríkjunum nú um helgina. 

„Við ætlum ekki að setja auglýsingar í þín persónulegu samskipti, í snöpp og spjöll. Það væri dónalegt,“ segir í tilkynningu frá Snapchat.

„Við viljum sjá hvort að við getum komið til skila reynslu sem er skemmtileg og upplýsandi, svona eins og auglýsingar voru í gamla daga, áður en þær urðu ógnvekjandi.“

Nýju auglýsingarnar verða fyrsta efni sem greitt er fyrir í gegnum Snapchat og þar með fyrstu beinu tekjur fyrirtækisins af appinu.

Notendur munu hafa val um að sleppa auglýsingum.

Frétt mbl.is: Milljarða virði en engar tekjur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK