Launahækkunin 44% á fjórum árum

Eldar Sætre er nýr forstjóri Statoil
Eldar Sætre er nýr forstjóri Statoil Af vef Statoil

Meðallaun hjá norska olíu- og gasfyrirtækinu Statoil eru ein milljón norskra króna á ári. Það jafngildir 18,3 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að meðallaun hjá Statoil hafa hækkað um 44% á einungis fjórum árum.

Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins námu laun fyrirtækisins alls 23,5 milljörðum norskra króna, 431 milljarði íslenskra króna, á síðasta ári en alls eru starfsmennirnir 23.115.

Í síðustu viku var greint frá því að forstjóri Statoil, Helge Lund, hefði ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu og hann væri að taka við sem forstjóri hjá öðru olíu- og gasfyrirtæki. Lund var forstjóri Statoil í tíu ár. Stjórn fyrirtækisins hefur skipað Eldar Sætre í stöðu forstjóra í stað Lunds.

Frétt E24

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK