Atvinnuleysið mælist 4,1%

Þórður Arnar Þórðarson

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands mældist atvinnuleysið hér á landi 4,1% í september en samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar var atvinnuleysið á sama tíma 3%.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 183.200 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í september 2014, sem janfgildir 79,2% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 175.700 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,1%. Samanburður mælinga í september 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttakan minnkaði um 2,7 prósentustig. Hlutfall starfandi minnkaði um 1,7 stig og hlutfall atvinnulausra minnkaði 1,1 stig.
Í september 2014 var atvinnuleysi á meðal 16-24 ára 9,4% á meðan það var 3,2% hjá 25 ára og eldri.

Þegar leiðrétt er fyrir árstíðasveiflum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 187.400 í september 2014 sem jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku, sem er tveimur prósentustigum lægri en hún var í ágúst en þá var þátttakan 82,3%.

Fjöldi atvinnulausra í september samkvæmt árstíðaleiðréttingu var 9.000 og fækkaði um 1.000 manns frá því í ágúst. Hlutfall atvinnulausra var 4,8% í september en var 5,3% í ágúst. Fjöldi starfandi fólks í september var 178.300, eða 76,4%, sem eru 1.300 færri en voru starfandi í ágúst. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu minnkaði atvinnuleysi því um 0,5 prósentustig á milli mánaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK