Hver er munurinn á WOW og Icelandair?

Washington D.C. er einn af nýju áfangastöðum WOW Air á …
Washington D.C. er einn af nýju áfangastöðum WOW Air á næsta ári. AFP

Flugfélagið WOW Air hóf sölu í morgun á flugsætum til Norður Ameríku. Stefnt er að því að hefja áætlunarflug til Boston í mars og Washington D.C. í júní.

Í auglýsingum fyrirtækisins í dag kemur fram að hægt sé að fá flugsæti til þessara áfangastaða frá 14.900 krónum aðra leið sem telst nokkuð gott verð.

Hingað til hefur Icelandair verið eina íslenska flugfélagið sem flýgur til Norður-Ameríku fyrir utan Iceland Express sem flaug til New York og Boston í stuttan tíma árið 2011.

Skúli Mogensen, framkvæmdarstjóri WOW Air, sagði í samtali við mbl.is í morgun að mikil þörf og vöntun hafi verið lengi á því að annað flugfélag en Icelandair myndi hefja flug til Norður Ameríku. Sagði hann einnig að lága verðið, sem WOW Air leggur áherslu á, muni ekki hækka.

Töskurnar hækka verðið

Mbl.is gerði verðsamanburð til þess að sjá muninn á því að ferðast með Icelandair til Norður Ameríku eða WOW Air.

Blaðamaður gerði verðsamanburð á verði flugsæta WOW Air og Icelandair til Boston og til Washington. Gert er ráð fyrir því að flogið sé með eina handfarangurstösku sem er þyngri en 5 kíló og eina innritaða ferðatösku.

Ef flogið er með WOW Air til Boston dagana 2.-9. apríl kostar flugið út 17.999 krónur og flugið heim 20999 krónur, með sköttum. Ásamt bókunargjaldi verður því heildarverð flugmiðanna, fram og til baka, 39.997 krónur.

Ef bætt er við handfarangurstösku, báðar leiðir, kostar það 5.998 krónur aukalega og 9.998 ef að innrituð ferðataska er tekin með. Hún má vera allt að 20 kílóa þung. Þess má þó geta að þetta verð á aðeins við ef farangursheimild er keypt á netinu. Ef farangursheimild fyrir handfarangurstösku er t.d. keypt við innritun á flugvelli kostar hún 3.999 krónur aðra leið, en 6.999 við hlið. Þegar það kemur að farangurstösku kostar 5.999 krónur að fá farangursheimild fyrir hana við innritun og 8.999 við hliðið.

En ef farangursheimild er keypt á netinu, yrði heildarverð  55.993 krónur.

Flogið er frá Keflavík klukkan 15:30 og lent er í Boston að staðartíma klukkan 17:30. Hins vegar er flogið heim frá Boston klukkan 18:55 og lent í Keflavík klukkan 04:05 næsta morgun.

Ef flogið er með Icelandair sömu daga blasir heildarverðið strax við og er það 80.660 krónur. Í því verði er innifalin farangursheimild fyrir 10 kílóa handfarangurstösku og tvær innritaðar töskur sem vega hvor um sig að hámarki 23 kíló.

Hjá Icelandair er flogið út klukkan 17 og lent í Boston klukkan 18:35 að staðartíma. Flugið heim hefst síðan klukkan 21:30 að staðartíma í Boston og er lent í Keflavík klukkan 6:30 næsta morgun.

Svipaður verðmunur á flugi til Washington

Þegar það kemur að flugi til Washington D.C. blasir við svipaður verðmunur. Ef bókuð fer ferð til Washington D.C. dagana 10.-17. júní næsta sumar er hægt að fá flug út á 16.999 krónur og 19.999 krónur. Með bókunargjaldi yrði því heildarverð flugmiðanna 37.997 krónur.

Ef bætt er við handfarangurstösku og innritaðri ferðatösku, rétt eins og fluginu til Boston hér að ofan, verður heildarverðið 53.993 krónur.

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli klukkan 15:30 og lent í Washington D.C. klukkan 17:55 að staðartíma. Síðan er flogið heim klukkan 19:25 og lent í Keflavík klukkan 5:10 að morgni.

Ef skoðað er flug sömu daga með Icelandair til Washington D.C. er heildarverðið 73.160 krónur. Það er þó með farangursheimild fyrir handfarangurstösku og tvær innritaðar ferðatöskur.

Flogið er frá Keflavík klukkan 16:50 og er lent í Washington D.C. klukkan 19:10 að staðartíma. Síðan er flogið heim klukkan 14:10 og  lent í Keflavík klukkan 23:40.

Á ferðinni til Boston munar tæpum 25 þúsund krónum á heildarverði WOW Air og Icelandair, ef gert er ráð fyrir einni handfarangurstösku og einni innritaðri tösku. Á ferðinni til Washington D.C. munar rúmum 19 þúsund krónum á verðinu.

Þess má þó geta að farangursheimild fyrir tvær innritaðar töskur, allt að 23 kíló að þyngd, fylgir frítt með öllum bókunum Icelandair til Norður Ameríku.

Uppfært klukkan 16:56

Ef innritaðar töskur í farangursheimild hjá WOW Air væru tvær en ekki ein, bætist 10.000 krónur við verð flugmiðans. Yrði þá heildarverðið til Boston 65.993 krónur og til Washington D.C. 63.993 krónur. Munar þá tæpum 15 þúsund krónum á heildarverði WOW Air og Icelandair til Boston og rúmum níu þúsund krónum á heildarverði WOW Air og Icelandair til Washington D.C.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK