Íshöll á höfnina eða Vellina?

Teikning af mögulegu útliti annarrar hvelfingarinnar.
Teikning af mögulegu útliti annarrar hvelfingarinnar. Mynd/Vox Naturae

Ekki er ljóst hvort íshöllin svokallaða sem fyrirhugað er að byggja fái lóð við smábátahöfnina í Hafnarfirði líkt og óskað hafði verið eftir en að sögn skipulagsfulltrúa bæjarfélagsins fellur hún ekki að nýrri endurskipulagningu svæðisins. Sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs segir ekkert hægt að segja til um efnið fyrr en skipulag liggur fyrir.

Alþjóðlegu félagasamtökin Vox Naturae standa að smíðinni og er ætlunin að hafa þar gagnvirkt fræðslusetur um jökla og ís er nefnist IceDome. „IceDome var búið að afmarka svæði sem passar ekki inn í það sem á að koma á höfnina en það eru fleiri staðir í Hafnarfirði og þeir gætu sótt um þær lóðir, til dæmis á vallarsvæðinu,“ sagði Ólaf­ur Ingi Tóm­as­son, formaður skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráðs Hafnarfjarðar, í samtali við mbl.is

Reiknað er með að skipulagslýsing fyrir smábátahöfnina verði tilbúin eftir þrjá til fimm mánuði og segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs, að ekki sé hægt að útiloka neitt fyrr en hún liggur fyrir. Staðfesti hann þó að hugmyndin um lóð á ákveðnu svæði milli Vallarsvæðisins og hafnarinnar hefði komi til umræðu. 

360° upplifun

„Við erum að beita okkur fyrir því að mennta fólk um mikilvægi þessa hluta heimsins og einnig að kalla á aðgerðir vegna þess að jöklarnir eru að hverfa á hraða sem mannkynið hefur ekki séð áður,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri samtakanna Vox Naturae.

Um verður að ræða tvær samliggjandi hvelfingar þar sem annars vegar verður kældur ísjaki og hins vegar 360° upplifun af íslenskum jöklum. „Hér ætlum við að taka fólk í ferðalag um þessa heima og jafnframt bjóða upp á fræðslu um jökla og ís í alþjóðlegu samhengi,“ segir Páll. „Fólk fær að sjá allt í kringum sig, hvort sem það er að fara inn í jöklana eða fljúga yfir. Það þarf að ná tilfinningalega til fólksins,“ segir hann.

Skoða aðrar staðsetningar

Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrjú hundruð milljónir króna og verður verkið fjármagnað af einkaaðilum. Þá mun hluti af öllum ágóða renna til félagasamtaka sem beita sér fyrir málefninu. Aðspurður um áhuga fjárfesta segir hann ýmsa hafa sýnt áhuga en það velti einnig á staðsetningunni. „Þetta verða skemmtilegar byggingar. Sterkar og góðar og gætu verið mikið aðdráttarafl á svæðinu,“ segir hann og bætir við að framkvæmdir verði hafnar um leið og lóð sé fengin. Byggingaframkvæmdir eigi að ganga hratt fyrir sig.

Hafnafjarðarbær sýndi því upphaflega áhuga að fá íshvelfinguna í bæjarfélagið áður en möguleg staðsetning var ljós. Svæðið við smábátahöfnina var þá fyrsti valskostur Vox Naturae en Páll segir að litið verði til annarra mögulegra staðsetninga eða bæjarfélaga ef lóð við höfnina verður ekki í boði.

Frétt mbl.is: Smábátahöfnin í Hafnarfirði gjörbreytist

Stærð og lega fræðslusetursins.
Stærð og lega fræðslusetursins. Mynd/Vox Naturae
IceDome vill á höfnina en ekki er víst hvort af …
IceDome vill á höfnina en ekki er víst hvort af því verði. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK