Segist ekki hafa verið ölvaður

Rannsóknarmaður við flak vélarinnar í Moskvu.
Rannsóknarmaður við flak vélarinnar í Moskvu. AFP

Ökumaður snjóplógsins sem ók í veg fyrir einkaþotu forstjóra franska olíufyrirtækisins Total við flugtak neitar því að hafa verið drukkinn undir stýri þegar slysið varð. Forstjórinn lést í slysinu ásamt áhöfn vélarinnar en eftirmaður hans innan fyrirtækisins hefur nú verið skipaður

Stjórn Total tilkynnti í dag ákvörðun um að ráða aftur Thierry Desmarest, sem var stjórnarmaður og forstjóri félagsins á árunum 1995 til 2007. Hann gegndi starfinu á undan Christophe de Mar­gerie, sem lést í slysinu, og undirbjó hann fyrir starfið. Hefur Desmarest nú verið fenginn til þess að undirbúa Philippe Pouyanne, nýskipaðan forstjóra, fyrir starfið.  Desmarest mun vera Pouyanne innan handar þar til hann þykir tilbúinn til að taka við starfinu en Pouyanne gegndi áður yfirmannstöðu innan fyrirtækisins.

Franskir rannsóknarmenn til Moskvu

Franskir rannsóknarmenn hafa nú verið sendir til Moskvu til þess að aðstoða við rannsókn slyssins en rússneskir rannsóknarmenn hafa áður sagt það mega rekja til gáleysis starfsmanns á flugvellinum. Er rannsóknarteymið byrjað að skoða svarta kassann og leita þar vísbendinga. Spurningar vöknuðu um öryggismál á flugvellinum þegar rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að flugstjórnarnemi hefði verið við stjórn í flugturninum þegar slysið varð. 

Flugvöllurinn er mikið notaður fyrir einkaþotur en slysið varð þegar eikaþota de Mar­gerie lenti í árekstri við snjóplóg. Lögregla sakaði ökumann plógsins um að hafa verið drukkinn undir stýri en hann hefur þó neitað því. Í viðtali í rússneska ríkissjónvarpinu í dag sagðist hann ekki skilja hvernig þetta gerðist eða hvernig hann hafi getað ekið í veg fyrir vélina. Ökumaðurinn heitir Vladimir Martynenko og sagðist hann hafa „tapað áttum“ og ekki tekið eftir því þegar hann ók inn á flugbrautina. Lögmaður Martynenko hefur bent á að hann snerti ekki áfengi vegna hjartveiki en mögulega innihéldi lyf sem hann tekur við því snefil af alkóhóli.

Frétt mbl: Hver tekur við eftir flugslysið?

Patrick Pouyanne, nýskipaður forstjóri Total.
Patrick Pouyanne, nýskipaður forstjóri Total. AFP
Christophe de Margerie
Christophe de Margerie AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK