Gallabuxur lita iPhone 6

iPhone 6
iPhone 6 AFP

Nýjasta kvörtunin hjá óánægðum eigendum iPhone 6 símans snýr að því að tvær plastrendur á bakhlið símans upplitist þegar honum er komið fyrir í gallabuxnavasa. 

Segja þeir að rendurnar verði smám saman bláar að lit þegar síminn nuddast við vasann. Þá virðist varla hægt að ná bláa litnum af en Apple hefur ráðlagt viðskiptavinum að þrífa bakhliðina vel með hreingerningarvörum.

Þetta er ekki fyrsta kvörtunin sem hefur borist vegna símans en áður hefur komið í ljós að hann bogni undan álagi auk þess sem hár og skegg fest­ist í rauf­inni á milli gler­skjás­ins og bak­hliðann­ar sem er úr áli og rífi þannig í það. Forsvarsmenn Apple hafa hins vegar sagt að hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og umræddir gallar hafi ekki mikil áhrif.

Business Insider greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK