Starfsmönnum Camel bannað að reykja

Starfsmenn Camel mega ekki lengur kveikja í einni í lyftunni.
Starfsmenn Camel mega ekki lengur kveikja í einni í lyftunni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Frá og með næstu áramótum verður starfsfólki tóbaksfyrirtækisins Camel ekki heimilt að reykja við skrifborðið sitt í vinnunni. 

Fyrirtækið er það næst stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum en í gær fengu starfsmenn tölvupóst er sagði að ekki yrði heimilt að reykja sígarettur, vindla eða pípur við skrifborðin, á skrifstofunni, í fundarherbergjum, á göngunum eða í lyftunni. Reykingabann var þegar í gildi í verksmiðjunni, matsalnum og ræktinni.

Reykingarými verða þó sett upp innanhús fyrir þá sem ekki komast í gegnum daginn án þess að kveikja sér í. Talsmaður fyrirtækisins, David Howard, segir fyrirkomulagið vera í hag reykingamanna jafnt sem þeirra sem ekki reykja. „Við erum bara að samræma okkar stefnu betur að því sem almennt gengur í samfélaginu í dag,“ sagði hann í samtali við Huffington Post.

Hlutfall reykingamanna innan fyrirtækisins er svipað heildarhlutfalli reykingamanna í Bandaríkjunum eða um 18 prósent. Starfsmenn fyrirtækisins eru 5.200 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK