Ástarævintýrið bar ávöxt

Sónarmynd appelsínsins.
Sónarmynd appelsínsins. Mynd/Ölgerðin

„Þetta var bara rökrétt framhald af ástarævintýrinu,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um nýtt afkvæmi malts og appelsíns, sem kom í heiminn í glerflösku á dögunum.

Aðspurður hver sé mamman segir hann starfsfólk Ölgerðarinnar hallast að appelsíninu. „Maltið er pabbinn, það er pínulítið karllægari vara en appelsínið aðeins kvenlægari,“ segir hann en bætir þó glettinn við að vissulega séu báðar vörurnar fyrir alla.

Skiptar skoðanir eru um hina fullkomnu blöndu en Sigurður segir þessa vera blandaða nákvæmlega til helminga. „Þessi tiltekna blanda er 50/50. Ég veit að það er mikið hitamál hjá fólki hvernig blandan eigi að vera en við ákváðum bara að vera pólitískt rétt og hafa hana jafna. Blanda beggja foreldra,“ segir hann.

Í verslanir um mánaðarmótin

Hann segir viðtökurnar hafa verið vonum framar og helst sé óttast að framleitt hafi verið of lítið magn. Hann segir vöruna vera þess eðlis að ekki sé hlaupið að því að auka framleiðsluna vegna hráefnisins auk þess sem erfitt sé að kaupa fleiri glerflöskur. Undirbúningurinn taki marga mánuði, þótt óljóst sé hvort þeir séu níu talsins.

Malt og appelsín í gleri er komið í sölu á valin hótel og veitingahús en reiknað er með að hún birtist í almennum verslunum um mánaðarmótin. Varan verður eingöngu til sölu fram yfir jólin.

Litla flaskan kom í heiminn í hádeginu á mánudag.
Litla flaskan kom í heiminn í hádeginu á mánudag. Mynd/Ölgerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK