Endanleg upphæð að skýrast

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nokkuð góð mynd er komin af því hversu mikið höfuðstóll íbúðalána þeirra lækkar sem sóttu um höfuðstólslækkun vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir og eru upphæðirnar jafn mismunandi og kennitölurnar eru margar. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri höfuðstólslækkunarinnar.

Alls bárust um 69 þúsund umsóknir frá 105 þúsund einstaklingum en stefnt er að því að aðgerðirnar verði komnar endanlega til framkvæmda um áramótin og þá verði hægt að sjá lækkanirnar á greiðsluseðlum.

Tryggvi reiknar með að hægt verði að birta útreikningana á heimasíðunni leidretting.is um mánaðamótin.

Ef fólk sættir sig ekki við niðurstöðuna er hægt að vísa henni til sérstakrar áfrýjunarnefndar að sögn Tryggva sem þegar hafi verið skipuð. Í hana er skipað af fjármálaráðherra og samkvæmt tilnefningu frá Hæstarétti. Fari einhver mál í þann farveg bætist við sá tími sem tekur nefndina að úrskurða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK