Frestur framlengdur um viku

Slitabú Landsbankans (LBI) og Landsbankinn komust í dag að samkomulagi um að framlengja til 31. október nk. frest vegna gildisskilyrða í samningi um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans.

LBI hefur sent Seðlabanka Íslands fjórar undanþágubeiðnir um heimild til að greiða hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa, samtals að jafnvirði rúmlega 402 milljarðar króna, miðað við gengi þann 30. september 2014.

Ekki reyndist mögulegt fyrir Seðlabanka Íslands að svara erindi LBI fyrir 1. október, eins og farið var fram á, og var frestur til að taka afstöðu til undanþágubeiðna slitastjórnarinnar því framlengdur til 24. október, en nú hefur verið ákveðið að framlengja þann frest til 31. október sem fyrr segir.

Fram kemur á vef slitastjórnar LBI, að LBI  og Landsbankinn hafi náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans í maí á þessu ári. Gildisskilyrði samningsins varðandi undanþágur til hlutagreiðslna séu til meðferðar hjá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu. Beðið sé niðurstöðu frá þessum aðilum.

Þá kemur fram, að að loknum þriðja ársfjórðungi 2014 hafi innheimtar eignir LBI numið 1.202 milljörðum króna, þar af hafa verið greiddir 716 milljarðar króna í hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa. Sjóður hækkaði að raunvirði um um 105.1 milljarð króna frá öðrum ársfjórðungi, úr 392.9 milljörðum í 468 milljarða við lok þriðja ársfjórðungs.

Áætlaðar endurheimtur 10 stærstu eigna LBI sem enn eru útistandandi nema samtals að jafnvirði 330 milljörðum króna, þar af nema áætlaðar endurheimtur vegna skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum hf. um 230 milljörðum. Áætlaðar endurheimtur vegna annarra eigna en 10 stærstu nema að jafnvirði um 45 milljörðum króna.

Fram kom á kröfuhafafundinum að af þeim kröfum sem slitastjórn hefur viðurkennt er afstaðan orðin endanleg í rúmlega 98% krafna í fjárhæðum talið. Ágreiningsmálum um afstöðu til krafna hefur því verið ráðið til lykta að mestu leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK