Verð sem ekki hefur sést áður

Skjáskot af vefsíðu F&F

Fataverslunin F&F verður opnuð í verslun Hagkaups á annarri hæð í Kringlunni þann 8. nóvember næstkomandi. Um verður að ræða verð sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Tilkynnt var um þetta á afkomufundi Haga í morgun, en félagið mun reka verslunina.

Í verslunum F&F er seldur tískufatnaður fyrir konur, karla og börn en keðjan hóf starfsemi árið 2001 og starfrækir á þriðja þúsund útsölustaði í yfir tuttugu löndum. Verslunin er hluti bresku verslunarkeðjunnar Tesco. „F&F er í stórsókn um heim allan og eru það miklar gleðifregnir fyrir Hagkaup, og ekki síður íslenska neytendur, að ná samningi við svo sterkan samstarfsaðila,“ segir í tilkynningu Haga.

Hagar reka 56 verslanir innan sex smásölufyrirtækja auk fjögurra vöruhúsa. Aðrar fataverslanir Haga eru Zara, Debenhams, Topshop, Evans, Dorothy Perkins, Karen Millen og Warehouse.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK