Ætla að sigra snjallsímamarkaðinn

Snjallsími frá Motorola.
Snjallsími frá Motorola. AFP

Kínverska tæknifyrirtækið Lenovo hefur keypt Motorola frá Google og er það að sögn liður í að styrkja hlutdeild fyrirtækisins á farsímamarkaði.

Kaupverðið var 2,9 milljarðar Bandaríkjadala og mun Motorola verða dótturfyrirtæki Lenovo. Höfuðstöðvar Motorola verða áfram í Chicago en ætlunin er að ráða 3.500 nýja starfsmenn í tengslum við starfsemina, þar af 2.800 í Bandaríkjunum.

Stjórnarformaður Lenovo, Yang Yuanqing, sagði í yfirlýsingu í dag að kaupin væru sögulegur áfangi fyrir félögin tvö sem núna væru tilbúin fyrir samkeppni, vöxt og sigur á snjallsímamarkaðnum. 

Hann sagði Motorola henta Lenovo fullkomlega þar sem vörumerkið væri sterkt á Bandaríkjamarkaði, með traust tengsl við fjarskiptafyrirtæki og byggi yfir hæfileikaríku starfsfólki.

Motorola í kínverska eigu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK