Fleiri vegabréf gefin út

Vegabréf.
Vegabréf. mbl.is/Golli

Í september 2014 voru 4.868 íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 4.252 vegabréf gefin út í september 2013 og fjölgar því útgefnum vegabréfum um 14,5 prósent milli ára.

Á árinu voru flest vegabréf gefin út í júní, eða 6.820 talsins. Ef litið er til síðastliðinna tólf mánaða voru fæst vegabréf gefin út í desember 2013, eða 2.553.

Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja og vekja starfsmenn hennar athygli á því að 1. mars 2013 var gildistími vegabréfa lengdur úr fimm árum í tíu ár.

Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem tímaritið Good lét framkvæma á árinu kemst þú sem hand­hafi ís­lensks vega­bréfs kemst þú til alls 165 landa án vega­bréfs­árit­un­ar. Víðast án vega­bréfs­árit­un­ar kom­ast þeir sem hafa finnsk, sænsk eða bresk skil­ríki, eða til 173 landa. Íslend­ing­ar eiga að geta kom­ist til allra landa inn­an  Schengen án vega­bréfs, auk Norður­land­anna vegna sér­staks samn­ings land­anna. Hins veg­ar er slíkt ekki áhættu­laust, því sum flug­fé­lög gera kröfu um að farþegar sýni vega­bréf sitt sem skil­ríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK