Alvarlegur misskilningur í Reykjanesbæ

Frá Reykjanesbæ
Frá Reykjanesbæ Kristinn Ingvarsson

Í nýrri skýrslu um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar kemur fram að í viðræðum við starfsmenn sveitafélagsins hafi komið fram hjá sumum þeirra að þeir líti á fjárhagsáætlun sem áætlun og markmið um útgjöld frekar en fjárheimild. „Ef þetta er rétt er um alvarlegan misskilning að ræða sem ber að leiðrétta,“ segir í skýrslunni.

Skýrsluna vann Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur, en honum var falið að gera úttekt á rekstri  fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með það að markmiði að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri.

Reykjanesbær var skuldugasta sveitarfélagið í árslok 2013 miðað við skuldir sem hlutfall af tekjum en skuldir þess hafa fjórfaldast frá árinu 2002 til 2013. Samtals vantaði Reykjanesbæ öll þessi ár rúma þrjá milljarða á verðlagi hvers árs til að geta staðið undir daglegum útgjöldum sveitarfélagsins að fullu og hvað þá að eiga fyrir afborgunum lána og nýframkvæmdum úr rekstri.

Brot á sveitastjórnarlögum

Í skýrslunni er lögð áhersla á að samþykkt fjárhagsáætlun segi til um þá fjárheimild sem viðkomandi stofnun eða forstöðumaður hafi til ráðstöfunar. Fari stofnunin fram úr þeirri fjárheimild, sem kveðið er þar á um og samþykkt liggur ekki fyrir því hjá bæjarstjórn , er um brot á sveitastjórnarlögum að ræða.

Í sveitastjórnarlögum er þá einnig ákvæði sem kveður á um að ekki sé heimilt að reka sveitarsjóð með halla samtals þrjú ár í röð. Reykjanesbær var hins vegar rekið með halla af reglulegri starfsemi öll árin 2003 til 2013 fyrir utan eitt, þ.e. 2010.

Lagt er til að kanna það fyrirkomulag að ekki sé hægt að samþykkja reikninga vélrænt umfram fjárheimild samkvæmt greiðsluáætlun og ef það sé mögulegt verði því hrint í framkvæmd. Þá er einnig lagt til að forstöðumenn stofnana, nefndir og ráð komi meira að gerð fjárhagsáætlunarinnar þar sem slíkt gæti aukið á kostnaðarmeðvitund þeirra.

Frétt mbl.is: Mikilvægast að slökkva eldinn

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK