Sameinast um að styrkja stöðu sína

Skjáskot af síðu Meet in Reykjavík

Ísland er meðal stofnenda stefnumótandi bandalags evrópskra ráðstefnulanda. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins, European National Convention Bureaux, er að styrkja stöðu landanna á alþjóðlegum samkeppnismarkaði.

Í fréttatilkynningu kemur fram að til þess að ná því markmiði þurfi að byggja upp samvinnu- og þekkingargrunn sem auðveldar meðlimum að nálgast lykilmarkaði með sameiginlegum aðgerðum. 

Samvinnan eflir samkeppnishæfni hvers lands fyrir sig  og styrkir um leið staðfærslu Evrópu sem ráðstefnu- og viðburðaráfangastaðar innan alþjóðlegs ráðstefnumarkaðar,“ segir í tilkynningunni.

Gríðarleg samkeppni ríkir á milli heimsálfa að markaðssetja sig gagnvart ráðstefnuhöldurum. Aðild Íslands að bandalaginu styrkir samkeppnisstöðu landsins.

Ráðstefnuskrifstofan Meet in Reykjavík er þátttakandi í þróun bandalagsins. Í bandalaginu eru ásamt Íslandi; Þýskaland, Holland, Ísland, Finnland, Danmörk, Noregur, Austurríki, Sviss, Eistland, Tékkland, Svartfjallaland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland og Pólland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK