Fyrirtækið Qlik kaupir DataMarket

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket.
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket.

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, greinir frá því nú í kvöld á bloggsíðu sinni að fyrirtækið Qlik hafi keypt allt hlutafé í Datamarket ehf. Sé því DataMarket í raun orðið að Qlik á Íslandi. Kaupverðið er um 13,5 milljónir dollara, eða um 1,6 milljarður króna. 

Qlik er viðskiptagreindarfyrirtæki og sendi það frá sér tilkynningu eftir lokun markaða í Bandaríkjunum að það hafi keypt allt hlutafél í hinu íslenska fyrirtæki. 

Hjálmar segir þjónustu við viðskiptavini fyritækisins á Íslandi ekki munu breytast. Þá tekur hann einnig sérstaklega fram að fyrirtækið sé ekki að flytja úr landi. Stefnt sé að umtalsverðri uppbyggingu hér á næstu misserum. 

Þá segir hann viðskiptaferlið hafa verið langt og snúið og að stærsti flæku- og áhættuþátturinn í ferlinu hafi verið gjaldeyrishöftin. 

Sjá heimasíðu Hjálmars

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK