Nikkei ekki hærri í sjö ár

AFP

Nikkei hlutabréfavísistalan hækkaði um 4,83% í kauphöllinni í Tókýó í dag og hefur ekki verið hærri í sjö ár. Hækkunin er rakin til ákvörðunar Seðlabanka Japans um að breytingar á peningastefnu bankans og auka enn uppkaup verðbréfa. Þetta hafði þau áhrif að jenið var í frjálsu falli og hefur ekki verið lægra í tæp sjö ár. 

Bandaríkjadalur er nú skráður á 111 jen enda hefur seðlabankinn boðað mikla innspýtingu fjár inn í hagkerfið eftir samdrátt á öðrum ársfjórðungi. Veikt jen kemur sér vel fyrir útflutningsfyrirtækin sem verða mun samkeppnishæfari en áður á erlendum mörkuðum. 

Hlutabréf Toyota hækkuðu um 4,83% og Panasonic hækkaði um 3,28%. Sony hækkaði um 0,82% en skömmu eftir að viðskiptum lauk í dag tilkynnti félagið um að það hefði tapað tæpum milljarði Bandaríkjadala á einungis þriggja mánaða tímabili. 

Á Wall Street var það Visa sem leiddi hækkun dagsins í gær en hlutabréf kortafyrirtækisins hækkuðu um rúm 10% eftir að félagið kynnti afkomu sína á þriðja ársfjórðungi. Dow Jones vísistalan hækkað um 1,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK