Skuldsetning og eiginfjárhlutföll ekki betri í áratug

Þjóðarbúið er í aðhaldi og áhættufælið en við hestaheilsu, að …
Þjóðarbúið er í aðhaldi og áhættufælið en við hestaheilsu, að sögn greiningardeildar Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skuldsetning íslenskra fyrirtækja hefur ekki verið lægri og eiginfjárhlutfall þeirra ekki hærra í um tíu ár.

Þjóðarbúið er í aðhaldi og áhættufælið en við hestaheilsu, að því er kom fram í erindi Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka á morgunfundi bankans í gær um skuldastöðu íslenskra fyrirtækja.

„Fyrirtæki á Íslandi hafa á undanförnum árum bætt mjög fjárhagsstöðu sína,“ segir Stefán í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Bæði eiginfjárstaða og skuldastaða þeirra er á nokkuð góðum stað og það virðist eiga við um bróðurpartinn af atvinnulífinu.“

Hann bendir á að skuldsetning íslenskra fyrirtækja sé komin niður í 122% af vergri landsframleiðslu og hafi ekki verið minni í áratug. Þá sé eiginfjárhlutfall þeirra að nálgast 40%, sem er einnig það hæsta sem verið hefur í tíu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK