Stór sími fyrir stóran mann

Fjallið nötraði af ánægju með nýja símann.
Fjallið nötraði af ánægju með nýja símann. Mynd/Nova

„Það er ekkert grín að taka selfie með venjulegum síma, þegar maður er vaxinn eins og ég!“ sagði hinn tröllvaxni Hafþór Júlíus Björnsson, þegar hann tók við fyrsta iPhone 6 Plus símanum sem formlega var tekinn til sölu í dag.

Í tilefni þess var efnt til sérstaks iPhone 6 gleðskapar í verslunum Nova í morgun og hafði biðröð myndast strax við opnun klukkan átta.

Að sögn forsvarsmanna Nova fór Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“ eins og hann er stundum kallaður ekki framhjá neinum í röðinni, enda gnæfði hann yfir fjöldann og nötraði af ánægju þegar hann fékk loksins síma við hæfi.

Til að auðvelda Hafþóri sjálfsmyndatökurnar enn frekar frekar fékk hann einnig svokallaða „löngu–stöng“, sem er nýjasta hjálpartækið í þeim bransa. Snjallpartíið stendur fram eftir degi í verslunum Nova.

Iphone 6 síminn er nú kominn í sölu í 69 lönd­um víðsveg­ar um heim.

Hafþór tekur sjálfsmynd með hjálp löngu-stangar.
Hafþór tekur sjálfsmynd með hjálp löngu-stangar. Mynd/Nova
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK