Tapaði 1,2 milljörðum dollara

Höfuðstöðvar Sony
Höfuðstöðvar Sony AFP

Japanski tæknirisinn Sony tapaði 1,2 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi en forsvarsmenn segja tapið að rekja til harðrar samkeppni á farsímamarkaði. Varað var við því að tap félagsins á árinu yrði mögulega fjórfalt meira en spár gerðu ráð fyrir.

Talið er að tap félagsins á árinu muni nema um 2,15 milljörðum Bandaríkjadala en gert hafði verið ráð fyrir tapi er nemur um 500 milljónum Bandaríkjadala.

Sala jókst hins vegar um 7,2 prósent á fjórðunginum miðað við sama tíma í fyrra en í tilkynningu frá Sony segir að aukninguna sé fyrst og fremst að rekja til ágætrar sölu á leikjatölvum og þá fyrst og fremst Playstation 4 tölvunni.

Sony hefur tapað gífurlegum fjármunum vegna lakrar stöðu á farsímamarkaði en fyrirtækið hefur orðið undir í samkeppninni við Apple og Samsung. Forsvarsmenn Sony sögðust ætla að draga úr umsvifum sínum á markaðnum í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK