Fundinn sekur um fjársvik

Chris Ronnie.
Chris Ronnie.

Chris Ronnie, fyrrverandi forstjóri JJB Sports, hefur verið fundinn sekur um fjársvik, en hann var sakfelldur fyrir að þiggja leynilegar greiðslur sem tengjast samningum vegna íþróttafatnaðar sem stjórn JJB Sports hafði ekki veitt samþykki fyrir og vissi ekkert um. Upphæðin nam rúmri milljón punda, sem samsvarar rúmum 190 milljónum króna.

Tveir menn voru ennfremur sakfelldir í málinu.

Fjallað er um málið á vef Financial Times. Þar segir að Ronnie hafi þegið þrjár greiðslur árið 2007 og 2008, en hann notaði hluta fjárins til að greiða fyrir sumarhús sitt á Flórída í Bandaríkjunum. 

Ronnie, sem er 52 ára gamall, neitaði sök í málinu. Hann kaus hins vegar að gefa ekki skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins, sem hófst í september og stóð alls yfir í átta vikur. Hann var forstjóri JJB Sports frá ágúst 2007 til mars 2009.

Fram kemur í fréttinni, að Ronnie hafi skuldað Kaupþingi um 11 milljónir punda (um 2,1 milljarð króna) eftir að hann keypti 30% hlut í JJP sem Kaupþing fjármagnaði.

Fram kom við réttarhöldin, að Ronnie hafi einnig verið fundinn sekur um að veitt rangar upplýsingar og í raun falsað lánsskjöl til að fá fyrirgreiðslu frá Kaupþingi. 

Dómur verður kveðinn upp yfir mönnunum þann 12. desember nk.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK