Þórhallur til VERT markaðsstofu

Tóti og hundurinn Bubbi.
Tóti og hundurinn Bubbi. Mynd/VERT

Þórhallur Arnórsson, betur þekktur sem Tóti Arnórs, hefur tekið til starfa sem sköpunarstjóri (e. creative director) hjá VERT markaðsstofu.

Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu en Þórhallur mun hafa yfirumsjón með útfærslu og framleiðslu alls markaðsefnis auk þess að starfa náið með viðskiptavinum VERT við stefnumótun og vörumerkjauppbyggingu.

Þórhallur hefur starfað í Berlín síðustu ár sem yfirmaður samskipta og vöruþróunar hjá þýskum tölvuleikjaútgefanda en þar áður sem hönnunar- og vörumerkjastjóri Latabæjar, textasmiður hjá Góðu fólki og sköpunarstjóri hjá DBT auglýsingahúsi. Í frístundum vinnur hann að útgáfu teiknimyndasögu sem mun líta dagsins ljós fyrrihluta næsta árs.

VERT markaðsstofa var stofnuð fyrir fimm árum af reynslumiklum markaðsmönnum sem stýrt höfðu markaðsmálum hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal helstu viðskiptavina VERT eru Ölgerðin, Opin Kerfi, Heilsa, Allianz, Lýsi, Freyja, Vistor, Microsoft, Kynnisferðir og Byko.

Tæplega tuttugu starfsmenn vinna hjá VERT sem gerir hana að sjöundu stærstu auglýsingastofu landsins.

„Við erum hæstánægð að fá Þórhall í hópinn hjá okkur.  Með hans víðtæku reynslu í farteskinu getum við komið frekar til móts við viðskiptavini okkar með því að tvinna saman fræðilega markaðsráðgjöf og almenna auglýsingagerð.  Svo kemur hann líka alltaf með hundinn sinn hann Bubba í vinnuna, þannig að við erum að fá tvo fyrir einn,“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri VERT.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK