Bréf Eimskips tekin af athugunarlista

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir …
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir voru til Sérstaks saksóknara Eggert Jóhannesson

Athugunarmerking hefur verið fjarlægð af hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. með vísan til umfjöllunar um rannsókn Samkeppniseftirlitsins í afkomutilkynningu félagsins sem birt var í gær.

Í tilkynningunni segir að hvað rannsókn Samkeppniseftirlitsins varðar hafi Eimskip engar frekari upplýsingar um hana en þær sem þegar hafa verið birtar. Félagið hafnar þar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum og er umfjöllun Kastljóss RÚV sem byggði á upplýsingum sem þangað var lekið ekki sögð veita frekari upplýsingar um grundvöll rannsóknarinnar.

Fá ekki afhent gögn málsins

Þá segir að félagið hafi með bréfi til Sérstaks saksóknara annars vegar og Samkeppniseftirlitsins hins vegar krafist aðgangs að þeim gögnum sem lekið var. Sérstakur saksóknari hafi hins vegar formlega hafnað beiðninni með vísan til ákvæða laga um meðferð sakamála með þeim rökum að réttur til afhendingar gagna verði ekki virkur fyrr en kærður maður eða lögaðili verður sakborningur í skilningi laganna. „Félagið getur því ekki aðhafst frekar gagnvart Sérstökum saksóknara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Samkeppniseftirlitið hafnaði formlega beiðni félagsins um aðgang að þeim gögnum sem lekið var með þeim rökum að umrædd gögn, kæran og fylgiskjöl, séu undanþegin upplýsingarétti í málinu. Þá ákvörðun hefur félagið hefur kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Á athugunarlista í mánuð

Athugunarmerkingin var sett á bréfin þann 16. október sl. á grund­velli ákvæðis í regl­um fyr­ir út­gef­end­ur fjár­mála­gern­inga á NAS­DAQ OMX Ice­land þar sem seg­ir að bréf skuli sett á at­hug­un­arlista ef fyr­ir hendi eru aðstæður sem leiða af sér um­tals­verða óvissu varðandi fé­lagið eða verðmynd­un verðbréf­anna. Í tilkynningu Kauphallarinnar sagði að merkingin hefði verið sett á bréfin vegna fyrrgreindar rann­sókn­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á ólög­mætu sam­ráði fé­lags­ins og Sam­skipa og hugs­an­legri mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu.

Í regl­um NAS­DAQ OMX Ice­landseg­ir að mark­miðið með at­hug­un­arlist­an­um sé að gefa merki til markaðar­ins um að sér­stak­ar aðstæður séu hjá fé­lag­inu eða hluta­bréf­um þess sem fjár­fest­ar ættu að gefa gaum.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur kært ell­efu manns til embætt­is Sér­staks sak­sókn­ara vegna gruns um að fé­lög­in hafi um ára­bil haft með sér ólög­legt sam­ráð. Á meðal þeirra eru Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips, og Ásbjörn Gísla­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, sem nú stýr­ir Sam­skip Log­istic í Hollandi og Pálm­ar Óli Magnús­son, nú­ver­andi for­stjóri Sam­skipa.

Frétt mbl: Hlutabréf Eimskips á athugunarlista

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK