Apple gæti gleypt rússneska markaðinn

Apple vörur eru eftirsóttar.
Apple vörur eru eftirsóttar. AFP

Ef þú ættir fyrirtækið Apple og myndir selja það gætirðu í staðinn keypt upp hvert einasta hlutabréf á rússneska hlutabréfamarkaðnum og ennþá átt nóg til þess að gefa hverjum einasta Rússa iPhone 6 Plus síma.

Rússnesk hlutabréf hafa hríðfallið í verði á árinu og í fyrsta skipti í sögunni er heildarandvirði allra félaga á markaði í þessu stærsta landi heims fyrir neðan virði verðmætasta fyrirtækis heims; Apple. Ef öll fyrirtæki rússneska markaðarins væru sameinuð hefði munað um 121 milljarði Bandaríkjadala á andvirði þess og Apple þann 12. nóvember sl. En það er um það bil það sem 143 milljónir 64 gígabæta iPhone 6 símar myndu kosta.

Heildarandvirði rússneskra hlutafélaga hefur dregist saman um 234 milljarða Bandaríkjadali á árinu og er nú um 531 milljarður dala. Virði Apple hefur hins vegar vaxið um 147 milljarða dala og er nú um 652 milljarðar Bandaríkjadala.

Talið er að um sjötíu prósent líkur séu á því að kreppa myndist í Rússlandi innan næstu tólf mánaða en gengi rúblunnar er nú í sögulegu lágmarki gagnvart Bandaríkjadal, verð á olíu hefur lækkað um 30 prósent á árinu og viðskiptaþvinganir hafa haft slæm áhrif á efnahag landsins. 

Bloomberg greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK