Bieber er ríkastur undir þrítugu

Poppsöngvarinn Justin Bieber.
Poppsöngvarinn Justin Bieber. mbl.is/AFP

Jafnvel þótt söngvarinn Justin Bieber hafi töluvert verið á milli tannanna á fólki á liðnu ári þénar hann mest allra stórstjarna undir þrítugu. Talið er að hann hafi þénað um 80 milljónir Bandaríkjadala á því tólf mánaða tímabili sem tímaritið Forbes skoðaði. Tónlistarfólk er í níu af efstu tíu sætum listans.

Listinn er samansettur út frá árlegum lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu stórstjörnurnar en sá byggir á tekjum einstaklinga í skemmtanaiðnaðinum á tímabilinu frá júní 2013 til júní 2014. Bieber er í 33. sæti þess lista. 

Í öðru sæti listans er strákasveitin One Direction þar sem meðalaldur meðlima er 21 ár en þeir þénuðu um 75 milljónir Bandaríkjadala á fyrrgreindu tímabili. 

Söngkonan Taylor Swift er efsta konan á listanum í þriðja sæti með 64 milljónir Bandaríkjadala. Swift er 24 ára gömul og gaf út plötuna 1989 í október. Í fjórða sæti er söngvarinn Bruno Mars sem er 29 ára gamall og þénaði um sextíu milljónir. Á síðasta ári tróð hann upp í hálfleik Super Bowl og varð þar með yngsti tónlistarmaðurinn til þess að njóta þess heiðurs.

Söngkonan Rihanna er þá í fimmta sæti og þénaði hún um 48 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Stór hluti tekna hennar kemur til vegna ilmvatnssölu og eigin tískulínu. Í sjötta sæti er leikkonan Jennifer Lawrence, sem er jafnframt eini leikarinn á listanum. Lawrence er 24 ára gömul og þénaði um 34 milljónir Bandaríkjadala á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK