Fótboltalið hjálpar eldri konu í vanda

Frá leik Real Madrid og Rayo Vallecano í spænsku meistaradeildinni.
Frá leik Real Madrid og Rayo Vallecano í spænsku meistaradeildinni. AFP

Liðsmenn spænska meistaradeildarliðsins Rayo Vallecano hafa heitið því að hjálpa 85 ára gamalli konu sem borin var út úr húsnæði sínu í síðustu viku.

Konan, Carmen Martinez, hafði búið í íbúðinni sinni í Vallecas hverfinu í Madrid, höfuðborg Spánar, í um fimmtíu ár. Hún var hins vegar borin út á föstudag þar sem hún hafði gengist í ábyrgð fyrir lán sem sonur hennar hafði tekið og ekki greitt af.

Paco Jemez, þjálfari liðsins, sagðist ekki geta horft upp á þetta aðgerðarlaus. „Þetta er ekki bara ég, heldur allir liðsmenn og klúbburinn í heild sinni. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að hjálpa þessari konu þannig að hún geti lifað með reisn og finnist ekki sem hún sé alein í heiminum,“ sagði Jemez.

Rayo sigraði Celta Vigo 1-0 á sunnudag og studdu áhorfendur ákvörðun liðsins ákaft en margir héldu á lofti skiltum með stuðningsyfirlýsingum. Eftir að liðið gaf frá sér yfirlýsingu um efnið hét borgarstjóri Madridar, Ana Botella, því einnig að finna lausn á vanda Martinez, sem býr nú hjá barnabarni sínu.

Á síðasta ári seldu spænskir bankar 49.694 íbúðarhúsnæði nauðungarsölu en það var11,1 prósentustiga vöxtur frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK