Tapa 40 milljörðum dollara á ári

Pútín Rússlandsforseti.
Pútín Rússlandsforseti. AFP

Rússland tapar um fjörtíu milljörðum Bandaríkjadala á ári vegna viðskiptaþvingana í kjölfar átakanna í Úkraínu að sögn fjármálaráðherra landsins. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði afleiðingarnar á efnahaginn ekki vera „banvænar“.

Fjármálaráðherrann, Anton Siluanov, sagði þá einnig að verðlækkun á olíu kostaði Rússland um níutíu til hundrað milljarð Bandaríkjadala á ári til viðbótar.

Í viðtali við TASS fréttastofuna sagði Pútín að Rússland væri í rétti í deilunni og að styrkur fengist að lokum úr sannleikanum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, ásakaði þá einnig vestræn ríki um að reyna ná fram kerfisbreytingum í Rússlandi með þvingunum sem miða að því skaða rússneskt efnahagslíf auk þess að hvetja almenning til mótmæla.

Gengi rúblunnar er nú í sögulegu lágmarki gagnvart Bandaríkjadal og hefur fallið um 30 prósent frá upphafi ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK