Ráðinn forstöðumaður hjá Landsbankanum

Arinbjörn Ólafsson
Arinbjörn Ólafsson

Landsbankinn hefur ráðið Arinbjörn Ólafsson í starf forstöðumanns upplýsingatækni á sviði Reksturs og UT í bankanum. Hann mun taka við starfinu 12. janúar næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu.

„Arinbjörn er fæddur árið 1975, hann hefur starfað í Landsbankanum frá árinu 2006 og er í dag forstöðumaður endurútreiknings á Fjármálasviði. Hann er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Ph.D. gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Wisconsin-Madison, auk Diploma í verðbréfamiðlun. Eiginkona hans er Karen Rut Gísladóttur og eiga þau 3 börn,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK