Ekki lægri afborgun um mánaðamótin

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrsta greiðslan úr sér­eigna­sparnaði þeirra sem sóttu um að ráðstafa hon­um til niður­greiðslu á höfuðstóli hús­næðislána fer fram í lok vikunnar. Mun niðurgreiðslan hafa áhrif á afborgun lánsins um mánaðamótin desember/janúar. 

Lántakendur sjá innborgunina því ekki á greiðsluseðlinum um næstu mánaðamót en gert er ráð fyrir að lánið verði uppfært í heimabönkum í samræmi við upphæðina á næstu dögum, eða um 1 til 2 dögum eftir að innborgunin er framkvæmd. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verk­efn­is­stjóri um fram­kvæmd höfuðstóls­lækk­un­ar íbúðalána. Aðspurður segir hann að reynt hefði verið að greiða séreignasparnaðinn inn á lánin fyrir 18. nóvember sl. til að greiðslan myndi hafa áhrif á afborganir um næstu mánaðamót. „Það hafðist hins vegar ekki,“ segir Tryggvi. 

24 þúsund sóttu um

Um 24 þúsund manns sóttu um óskerta greiðslu til að ráðstafa sér­eigna­sparnaði til greiðslu hús­næðislána eða hús­næðis­sparnaðar. Skil­yrði fyr­ir leiðrétt­ingu er að lán­in séu tryggð með veði í íbúðar­hús­næði og að þau séu jafn­framt grund­völl­ur til út­reikn­ings vaxt­ar­bóta. Í báðum til­fell­um er um að ræða tíma­bund­in skatt­frjáls úrræði til þriggja ára er varða greiðslu iðgjalda inn á lán, en fimm ár er varða hús­næðis­sparnað. 

Há­marks­fjár­hæð sparnaðar­ins sem hægt var að ráðstafa er sam­tals 500 þúsund krón­ur á ári á hvern ein­stak­ling og þannig sam­tals 1,5 millj­ón­ir króna á þrem­ur árum. Upp­hæðin er hins veg­ar 750 þúsund krón­ur á hjón eða ein­stak­linga sem upp­fylla skil­yrði til sam­skött­un­ar og því sam­tals 2,25 milj­ón­ir króna á þrem­ur árum. Gild­is­tím­inn tak­mark­ast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna launa­tíma­bils­ins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Séreignarsparnaðurinn hefur áhrif á afborganir um mánaðarmótin desember/janúar.
Séreignarsparnaðurinn hefur áhrif á afborganir um mánaðarmótin desember/janúar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK