Fjárfest og greitt niður skuldir fyrir 100 milljarða

Hörður segir raforkumarkaðinn að breytast í seljendamarkað.
Hörður segir raforkumarkaðinn að breytast í seljendamarkað. mbl.is/Árni Sæberg

Á árunum 2010 til 2013 greiddi Landsvirkjun niður skuldir og fjárfesti í orkumannvirkjum fyrir samtals um 100 milljarða króna.

Vegna þessara aðgerða gæti fyrirtækið innan fárra ára, þegar dregið verður úr hraða við niðurgreiðslu skulda, farið að auka arðgreiðslur til ríkissjóðs.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í erindi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á haustfundi Landsvirkjunar í Hörpu í gær. Þrátt fyrir að þessar tölur sýni að rekstur raforkukerfisins sé að skila Landsvirkjun verulegri verðmætasköpun þá telur Hörður allar forsendur fyrir því að fjármunamyndun muni aukast enn frekar á komandi árum. Þar spilar inn á vaxandi eftirspurn, hækkandi raforkuverð og lægri skuldsetning fyrirtækisins, að því er fram kemur í fréttaskýringu um afkomu Landsvirkjunar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK