Krua Thai í stað Fatabúðarinnar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili.

Stefnt er að opnun Krua Thai næsta sumar og mun veitingastaðurinn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönnunarverslunin Insula og Fatabúðin. Fatabúðin hefur verið í húsinu síðan 1927, þegar stofnað var útibú á Skólavörðustíg, en höfuðstöðvar verslunarinnar voru þá í Hafnarstræti 16. Þá er veitingastaðurinn Noodle Station einnig í húsinu en Sonja segir að leigusamningur þeirra renni út í ágúst 2015 og verður hann ekki endurnýjaður.

Hún segir að um átta íbúðir séu á efri hæðum hússins og eru þær allar komnar í útleigu til einstaklinga en leigusamningarnir gilda til næsta sumars. Eftir þann tíma segir hún að íbúðunum verði mögulega breytt í einhvers konar gistiheimili. 

Sonja festi kaup á húsnæðinu í lok októbermánðar. Fyrir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK