Olíuverðslækkun jafngildir 0,5% launahækkun

Lækkun olíuverðs síðustu mánuði jafngildir launahækkun upp á 0,5%.
Lækkun olíuverðs síðustu mánuði jafngildir launahækkun upp á 0,5%. mbl.is/Sigurður Bogi

Lækkun olíuverðs frá því í júlí samsvarar um 0,5% launahækkun í ráðstöfunartekjur venjulegs vísitöluheimilis. Olíuverð hefur á tímabilinu lækkað um 15%, en olíukostnaðar er um 4% af neyslukörfu vísitölu neysluverðs. Það raungerist í 0,6% lægra verðlagi á tímabilinu.

Í greiningu Arion banka er sagt frá því að þessi lækkun hafi þau áhrif að svigrúm heimila til neyslu á öðrum vörum hafi aukist og og kaupmáttur heimila eykst því einnig um 0,6% umfram það sem ella hefði gerst.

Hvað þjóðarbúið varðar nemur innflutningur á eldsneyti um 14 til 15% af heildarinnflutningi. Olíuverðslækkunin dregur því úr gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins og hefur það jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn, segir jafnframt í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK