Ísfélagið áminnt af Umhverfisstofnun

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfisstofnun hefur áminnt Ísfélag Vestmannaeyja  fyrir starfsstöð sína í Vestmannaeyjum og krafist úrbóta vegna fráviks sem kom í ljós við eftirlit. 

Frávikið er vegna brennslu úrgangsolíu hjá rekstraraðila án þess að fyrir því séu heimildir í starfsleyfi og hefur stofnuninni hvorki borist úrbótaáætlun né staðfesting á að hætt hafi verið að brenna úrgangsolíu hjá rekstraraðila. 

Stofnunin hefur áður áminnt fyrirtækið fyrir brennslu úrgangsolíu fyrir starfsstöð sína á Þórshöfn og hefur sú ákvörðun verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 

Sinni Ísfélag Vestmannaeyja hf. ekki tilmælum Umhverfisstofnunar innan tilskilins frests sem fylgir áminningunni er stofnuninni heimilt að leggja á rekstraraðila dagsektir allt að upphæð 500.000 kr. á dag þar til úr sé bætt. Einnig getur stofnunin áformað að grípa til frekari aðgerða.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK