Veggspjöldin seljast á 100 þúsund

Auglýsingaplakat fyrir kvikmyndina The Interview, en þeir Seth Rogen og …
Auglýsingaplakat fyrir kvikmyndina The Interview, en þeir Seth Rogen og James Franco fara með aðalhlutverkin.

Veggspjöld fyrir kvikmyndina „The Interview“ hafa rokið upp í verði eftir að myndinni var aflýst. Er nú verið að selja þau á eBay fyrir allt að 780 dollara eða tæpar hundrað þúsund krónur.

Algengt verð á veggspjöldum sem þessum er um 15 dollarar. Þeir sem búa yfir slíkum veggspjöldum ættu þó að hafa hraðar hendur og koma þeim í sölu að mati Rudy Franchi, sérfræðings um veggspjöld og safnmuni úr menningarsögunni. Í samtali við Huffington Post reiknar hann með að eftir um það bil eitt ár verði veggspjöldin komin niður í sama verðflokk og önnur - þ.e. 15 dollara.

1,2 milljónir fyrir veggspjald

Það eru yfirleitt fágæt og klassísk veggspjöld sem seljast á upphæðir sem þessar. Til dæmis seldist veggspjald fyrir kvikmynd Frig Lars, „Metropolis“, frá árinu 1927 á 1,2 milljónir dollara.

Franchi segir marga gera tilraun til þess að hagnast á athygli sem þessari og leiði það til þess að verðin rjúki upp um tíma. Hann bendir á að veggspjöld kvikmyndarinnar „King Kong“ frá 1976 hefðu selst á um 125 dollara eftir árásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001 en á spjaldinu heldur górillan um turnana. Í dag fara spjöldin hins vegar á einungis 15 dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK